Framherjinn Marcus Rashford virðist vera að skoða það að koma sér til Barcelona fyrir næsta keppnistímabil.
Samkvæmt Mundo Deportivo er hann farinn að vinna með umboðsmanninum Pini Zahavi sem er með sterkar tengingar við Barcelona.
Samkvæmt Mundo Deportivo er hann farinn að vinna með umboðsmanninum Pini Zahavi sem er með sterkar tengingar við Barcelona.
Miðillinn segir jafnframt að Rashford hafi tekið ákvörðun um að vinna með Zahavi þar sem hans stærsta markmið sé að spila fyrir Katalóníustórveldið.
Zahavi er meðal annars umboðsmaður Hansi Flick, stjóra Barcelona, og Robert Lewandowski, sóknarmanns liðsins.
Rashford er núna á láni hjá Aston Villa en hann er sagður þegar vera í viðræðum við Barcelona um möguleg félagaskipti í sumar. Hann gæti þá farið þangað á láni frá Manchester United.
Athugasemdir