Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 08. maí 2025 16:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dagur Dan magnaður í bandaríska bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Dan Þórhallsson átti stórleik í Lamar Hunt bikarnum í Bandaríkjunum í nótt. Orlando City, lið Dags, vann öruggan 0-5 útisigur á Tampa Bay í 32-liða úrslitum keppninnar.

Dagur sneri aftur í byrjunarlið Orlando eftir að hafa komð inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum og lék allan leikinn.

Í einkunnagjöf Flashscore fær hann hæstu einkunn af þeim sem spiluðu leikinn eða 8,5.

Dagur lagði upp annað mark Orlando fyrir ungstirnið Gustavo Caraballo með fyrirgjöf á 36. mínútu og skoraði svo fimma og síðasta markið á 90. mínútu eftir undirbúning frá Ivan Drario Angulo Cortes. Dagur skoraði með skoti í fjærhornið hægra megin úr D-boganum. Það var annað mark Dags á þessu tímabili.

Í 16-liða úrslitunum mætir Orlando liði Nashville SC. Sá leikur fer fram 20. maí.


Athugasemdir
banner
banner