Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 01. júní 2023 10:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þurfa að borga Maguire - Felix til Newcastle?
Powerade
Harry Maguire, varnarmaður Manchester United.
Harry Maguire, varnarmaður Manchester United.
Mynd: Getty Images
Joao Felix er orðaður við Newcastle.
Joao Felix er orðaður við Newcastle.
Mynd: Getty Images
 Kalidou Koulibaly.
Kalidou Koulibaly.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce er á leið á fund.
Sam Allardyce er á leið á fund.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðurpakkanum á þessum ágæta fimmtudegi. Sumarið er að fara af stað og þá eru alls konar sögur í gangi. Hér fyrir neðan má sjá þær helstu.

Manchester United hefur náð persónulegu samkomulagi við Mason Mount (24), miðjumann Chelsea, en félögin eiga enn eftir að komast að samkomulagi um kaupverð. Arsenal og Liverpool eru líka á eftir enska landsliðsmanninum. (Telegraph)

Miðvörðurinn Harry Maguire (30) gæti fengið 10 milljónir punda frá Manchester United ef hann yfirgefur félagið í sumar. Ef hann fer í annað félag þá myndi hann taka á sig ansi mikla launalækkun, en hann á tvö ár eftir af núgildandi samningi sínum og því gæti hann fengið þessa greiðslu frá United. Það er greinilegt að félagið er ansi spennt að losna við hann en Man Utd gæti fengið 30 milljónir punda frá öðru félagi fyrir Maguire. (Mail)

Newcastle hefur boðið Bruno Guimaraes (25) nýjan samning sem mun færa honum 200 þúsund pund í vikulaun. Bruno er eftirsóttur af Liverpool, Real Madrid og Barcelona, en Newcastle vill gera hann að sínum launahæsta leikmanni til að fæla burt áhugann. (Sun)

Liverpool vonast til að ganga frá kaupunum á Alexis Mac Allister (24) frá Brighton í næstu viku. (Fabrizio Romano)

Atletico Madrid hefur boðið Newcastle að fá framherjann Joao Felix (23) á láni eftir að Chelsea tók ákvörðun um að kaupa hann ekki. (Mail)

Miðjumaðurinn Ruben Loftus-Cheek (27) er nálægt því að yfirgefa Chelsea og ganga í raðir AC Milan á Ítalíu fyrir 13 milljónir punda. (La Gazzetta dello Sport)

Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane (29) vill aðeins ganga í raðir Manchester United í sumar en hann er einnig tilbúinn að klára samning sinn hjá Tottenham. Sá samningur rennur út næsta sumar. (Sun)

Spænska stórveldið Real Madrid gæti reynt að fá Kane ef Karim Benzema (35) samþykkir að fara til Sádí-Arabíu þar sem hann mun fá ansi vel borgað. (Times)

Tottenham taka næstu skref er varðar áhuga sinn á Ange Postecoglou, stjóra Celtic, eftir helgina. Celtic spilar í úrslitaleik skoska bikarsins á laugardag. (Evening Standard)

Chelsea er að skoða það að selja miðvörðinn Kalidou Koulibaly (31) aðeins ári eftir að hafa keypt hann frá Napoli fyrir 33 milljónir punda. (Evening Standard)

Chelsea hefur þá gefið Manchester City leyfi til að ræða við miðjumanninn Mateo Kovacic (29). (Mail)

Manchester United, Barcelona og Inter Milan hafa áhuga franska varnarmanninum Benjamin Pavard (24) sem er líklega á förum frá Bayern München í sumar. (L'Equipe)

Yasser Al-Misehal, forseti fótboltasambandsins í Sádí-Arabíu, segist spenntur fyrir því að fá Lionel Messi (35) mögulega í deildina þar í landi. Messi hefur verið orðaður við Al-Hilal. Nú þegar spilar Cristiano Ronaldo í deildinni en þarna eru miklir peningar í umferð. (SSC)

Það er búist við því að stuttri stjóratíð Sam Allardyce hjá Leeds muni enda í dag þegar hann fundar með stjórnendum félagsins. (Telegraph)

Arsenal hefur boðist til að þrefalda laun miðvarðarins William Saliba (22) í 120 þúsund pund á viku en félagið óttast að missa hann til PSG. (Sun)

Nottingham Forest er að leitast eftir því að selja miðjumanninn Jonjo Shelvey (31) sem félagið sótti frá Newcastle í janúar síðastliðnum. (Times)

Burnley hefur áhuga á spænska miðjumanninn Fabian Ruiz (27) en Paris Saint-Germain er tilbúið að selja leikmanninn fyrir rétta upphæð í sumar. (Foot Mercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner