Tvö efstu lið Pepsi Max-deildarinnar eigast við í stórleik í Vesturbænum í kvöld, KR tekur á móti FH 19:15.
Fótbolti.net spjallaði við Gunnleif Gunnleifsson, markvörð og fyrirliða Breiðabliks, í hádeginu í dag.
Fótbolti.net spjallaði við Gunnleif Gunnleifsson, markvörð og fyrirliða Breiðabliks, í hádeginu í dag.
„Þetta eru þau tvö lið sem hafa spilað hvað best í sumar. Þetta er svokallaður brettaleikur. Það minnir á gömlu tímana, þegar maður var í KR fyrir 20 árum síðan," segir Gunnleifur en KR-ingar hafa sett upp bretti við völlinn til að koma fleira fólki að.
Elfar Freyr Helgason verður ekki með Blikum í kvöld þar sem hann tekur út leikbann.
„Elli er einn besti varnarmaður deildarinnar en við erum með góða breidd og leysum þetta."
„KR-ingar hafa verið þéttir og eru með reynslumikið lið. Þeir hafa Óskar Örn og Pálma, Beitir hefur verið frábær. Það hefur allt gengið upp hjá þeim."
Í viðtalinu ræðir Gunnleifur einnig um bikardráttinn í dag en Breiðablik mun mæta Víkingum í undanúrslitum, í Fossvogi.
mánudagur 1. júlí
19:15 Grindavík-FH (Mustad völlurinn)
19:15 KR-Breiðablik (Meistaravellir)
19:15 Víkingur R.-ÍA (Víkingsvöllur)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir