Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. júlí 2022 22:34
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd undirbýr tilboð í Martinez
Lisandro Martinez
Lisandro Martinez
Mynd: Getty Images
Manchester United undirbýr nú tilboð í argentínska varnarmanninn Lisandro Martinez en hann er á mála hjá AJax í Hollandi. David Ornstein hjá Athletic og Fabrizio Romano segja frá þessu í kvöld

United er að ganga frá kaupum á hollenska vinstri bakverðinum Tyrell Malacia frá Feyenoord en hann verður kynntur hjá félaginu á næstu dögum.

Erik ten Hag, stjóri United, er að vinna í því að fá annan varnarmann úr hollensku deildinni en fyrrum lærisveinn hans hjá Ajax er efstur á óskalistanum.

Ornstein segir frá því að United sé í viðræðum við Ajax um kaup á Martinez, en sé ekki búið að leggja fram formlegt tilboð. Þá tekur Romano undir þessi orð og segir að félagið sé að undirbúa tilboðið.

Ten Hag vill að minnsta kosti fimm leikmenn inn í sumar en félagið er einnig í viðræðum við Christian Eriksen, Frenkie de Jong og þá hefur brasilíski vængmaðurinn Antony verið orðaður við félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner