Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 01. júlí 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Framlengir við Þór eftir þrennuna
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ibrahima Balde hefur verið frábær fyrir Þór í sumar og hann hefur verið verðlaunaður með nýjum samningi.

Balde átti frábæran leik á föstudaginn þegar hann skoraði þrennu í 5-0 sigri gegn Fjölni.

Hann gekk til liðs við Þór í vetur og hann hefur skorað níu mörk í 13 leikjum í deild og bikar. Hann lék þar á undan með Vestra en hann hefur alls leikið 67 leiki á Íslandi frá 2023.

Þór er í 4. sæti Lengjudeildarinnar með 17 stig eftir tíu umferðir.


Athugasemdir
banner