Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 16:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brentford hafnaði tilboði Newcastle
Yoane Wissa.
Yoane Wissa.
Mynd: EPA
Brentford hefur hafnað tilboði Newcastle í framherjann Yoane Wissa. Tilboðið var upp á 25 milljónir punda.

Það er The Athletic sem segir frá þessu.

Newcastle, Tottenham og Nottingham Forest hafa öll áhuga á að fá þennan 28 ára landsliðsmann Kongó. Öll geta boðið honum Evrópufótbolta á komandi tímabili.

Vangaveltur um framtíð Wissa eru sögð hafa haft mikil áhrif á leikmanninn samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Hann er farinn heim úr æfingaferð Brentford til að funda með Phil Giles, yfirmanni fótboltamála hjá félaginu.

Samkvæmt heimildum Sky Sports metur Brentford leikmanninn á milli 30 og 40 milljónir punda.

Wissa verður 29 ára í september en hann skoraði 19 mörk í 35 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann á eitt ár eftir af núgildandi samningi sínum við Brentford en félagið er reyndar með ákvæði um framlengingu um eitt ár.

Athugasemdir
banner
banner