Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   þri 22. júlí 2025 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samdi við Þrótt en nýtti sér ákvæði og hélt aftur til Danmerkur
Lengjudeildin
Mynd: Roskilde
Í síðasta mánuð var fjallað um að danski miðjumaðurinn Mads Carlson væri með samningstilboð frá Þrótti. Carlson kom til Íslands, æfði með Þrótti en ákvað að nýta sér ákvæði í samningnum og hélt aftur til Danmerkur.

Hann skrifaði á dögunum undir samning við FC Roskilde í dönsku C-deildinni. Fótbolti.net ræddi við Kristján Kristjánsson, formann fótboltadeildar Þróttar, í dag.

„Hann kom til okkar. Það var klásúla í samningnum sem var undirritaður að það væri aðlögunartími, bæði fyrir hann og okkur, ef okkur hefði ekki litist á hann þá hefðum við getað sent hann til baka og ef honum litist ekki á okkur þá gæti hann afþakkað frekari dvöl. Þetta var reynsluákvæði, hálfur mánuður sem báðir aðilar höfðu ef þeir vildu losna út úr samningnum," segir Kristján.

„Það var það sem gerðist, hann nýtti sér það, hann fílaði þetta ekki, ég veit ekki nákvæmlega af hverju. Eftir nokkra daga kom það í ljós, hann sá ekki fyrir sér að vera á Íslandi og vildi losna."

Kristján segir að Þróttarar vilji fá inn liðsstyrk fyrir síðustu níu leikina í Lengjudeildinni. „Við erum að skoða eins og aðrir, við misstum Jakob út til Lyngby og Eiður Jack Erlingsson er á förum frá okkur líka. Við fengum Hrafn Tómasson í staðinn, en við viljum gjarnan fá meira," segir Kristján.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 17 10 7 0 40 - 16 +24 37
2.    Þór 17 10 3 4 41 - 25 +16 33
3.    ÍR 17 9 6 2 31 - 18 +13 33
4.    Þróttur R. 17 9 5 3 33 - 26 +7 32
5.    HK 17 9 3 5 29 - 21 +8 30
6.    Keflavík 17 8 4 5 38 - 27 +11 28
7.    Völsungur 17 5 4 8 29 - 38 -9 19
8.    Grindavík 17 5 2 10 32 - 48 -16 17
9.    Selfoss 17 5 1 11 19 - 32 -13 16
10.    Leiknir R. 17 3 4 10 16 - 34 -18 13
11.    Fjölnir 17 2 6 9 26 - 41 -15 12
12.    Fylkir 17 2 5 10 21 - 29 -8 11
Athugasemdir
banner
banner