Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Englands og Ítalíu: Ein breyting á hvoru liði
EM KVK 2025
Mynd: EPA
Mynd: EPA
England og Ítalía eigast við í undanúrslitum Evrópumótsins í kvöld og hafa byrjunarliðin verið staðfest.

Englendingar hafa titil að verja og gerir Sarina Wiegman þjálfari aðeins eina breytingu frá vítaspyrnusigrinum ótrúlega gegn Svíþjóð í síðustu umferð. Þar kemur Esme Morgan inn í varnarlínuna fyrir Jessica Carter sem átti skelfilegan leik gegn Svíum.

Báðar leika þær í bandaríska boltanum, þar sem Morgan er á mála hjá Washington Spirit og Carter hjá Gotham FC.

Chloe Kelly sem kom inn gegn Svíum og breytti leiknum byrjar aftur á bekknum.

Andrea Soncin landsliðsþjálfari Ítala breytir ýmsu frá sigrinum gegn Noregi. Hann breytir meðal annars um leikkerfi og setur miðjumanninn Emma Severini á bekkinn fyrir varnarmanninn öfluga Martina Lenzini.

Ítalir hafa verið duglegir að skipta á milli 3-5-2 og 4-5-1 leikkerfanna hingað til á mótinu með góðum árangri. Núna virðist Soncin þó hafa ákveðið að stilla upp í 4-3-3 leikkerfið í fyrsta sinn.

England: Hampton, Bronze, Williamson, Morgan, Greenwood, Toone, Walsh, Stanway, James, Hemp, Russo
Varamenn: Agyemang, Beever-Jones, Carter, Charles, Clinton, Kelly, Le Tissier, Mead, Park, Wubben-Moy, Moorhouse, Keating

Ítalía: Giuliani, Lenzini, Salvai, Linari, Di Guglielmo, Caruso, Giugliano, Bonansea, Oliviero, Girelli, Cantore
Varamenn: Bergamaschi, Boattin, Cambiaghi, Goldoni, Greggi, Piemonte, Piga, Schatzer, Serturini, Severini, Baldi, Durante
Athugasemdir