Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 17:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það kom á óvart þegar maður sá 32 koma á skiltið"
Gylfi var tekinn út af gegn Valsmönnum.
Gylfi var tekinn út af gegn Valsmönnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli að Gylfa Þór Sigurðssyni var fórnað þegar Víkingar misstu Ingvar Jónsson, markvörð sinn, af velli með rautt spjald í stórleiknum gegn Val á dögunum.

Gylfi, sem var keyptur frá Val síðastliðinn vetur á mikinn pening, var tekinn út af og Pálmi Rafn Arinbjörnsson kom inn í markið í hans stað.

„Það er áhugavert að það er Gylfi, af öllum mönnum vallarins, sem er fórnað," sagði Elvar Geir Magnússon þegar rætt var um þetta í Innkastinu.

„Hann er kominn á gult spjald og er eitthvað tæpur, en ég er mjög sammála því að það kom á óvart þegar maður sá 32 koma á skiltið," sagði Sæbjörn Steinke í þættinum.

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga, sagði eftir leik að Gylfi hefði reyndar ekki verið tæpur og hann hefði bara viljað fá meiri hraða í lið sitt.

Gylfi, sem var fyrir tímabilið valinn besti leikmaður Bestu deildarinnar af Fótbolta.net, hefur engan veginn fundið sig til þessa í sumar og er aðeins búinn að gera tvö mörk í 14 leikjum fyrir Víkinga sem lögðu mikið á sig að fá hann í vetur.
Innkastið - Valur fékk toppsætið á silfurfati
Athugasemdir
banner