Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í leikjum dagsins víða um Evrópu, þar sem Ólafur Guðmundsson lék allan leikinn í varnarlínu Álasunds í norska boltanum.
Álasund gerði 2-2 jafntefli við Egersund er liðin mættust í næstefstu deild þar í landi.
Liðin eru í baráttu um að komast upp í efstu deild. Álasund er með 19 stig eftir 13 umferðir, tveimur stigum á eftir Egersund sem situr í fjórða sæti.
Valgeir Lunddal Friðriksson var þá í byrjunarliði Fortuna Düsseldorf sem lagði Velbert að velli í æfingaleik með þremur mörkum gegn engu. Jason Daði Svanþórsson var ekki í hóp þegar Grimsby Town sigraði Lincoln City, hann er enn að jafna sig eftir aðgerð í júní.
Íslendingalið Akademisk Boldklub, eða AB, hafði að lokum betur gegn samlöndum sínum í liði FA 2000.
Egersund 2 - 2 Álasund
Velbert 0 - 3 Dusseldorf
Grimsby 2 - 1 Lincoln
AB 2 - 0 FA 2000
Athugasemdir