Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Snorri hjálpar Brann
Davíð Snorri og Freysi.
Davíð Snorri og Freysi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarþjálfari karlalandsiðsins, aðstoðar þessa dagana norska félagið Brann en hann leikgreinir RB Salzburg fyrir norska liðið. Bergens Tidende fjallar um.

Brann mætir austurríska liðinu í forkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrri leikur liðanna fer fram í Bergen á morgun og seinni leikurinn eftir viku í Salzburg.

Davíð er öflugur leikgreinandi og þekkir það að vinna með Frey Alexanderssyni, þjálfara Brann. Þeir unnu m.a. saman hjá Leikni þar sem þeir komu Leikni í fyrsta skipti upp í efstu deild sumarið 2014.

Þeir Freyr og Davíð voru þjálfarar Leiknis þegar Sævar Atli Magnússon, núverandi leikmaður Brann, lék sinn fyrsta meistaraflokksleik á ferlinum.
Athugasemdir
banner