Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Brentford samgleðst Mbeumo: Rétti tíminn fyrir hann
Mbeumo í leik með Brentford.
Mbeumo í leik með Brentford.
Mynd: EPA
Bryan Mbeumo er dýrasti leikmaður sem Brentford hefur selt frá sér en sjálfur er hann himinlifandi með að vera kominn til Manchester United. Phil Giles, yfirmaður fótboltamála hjá Brentford, segir alla hjá félaginu samgleðjast sóknarmanninum.

„Fyrir hönd allra hjá Brentford vil ég óska Bryan alls hins besta í framtíðinni og þakka honum fyrir frábært framlag hans síðustu sex ár með okkur," segir Giles.

„Bryan kom til okkar sem táningur og það hefur verið virkilega ánægjulegt fyrir okkur öll að fylgjast með honum vaxa og þróast sem leikmaður og einstaklingur. Stuðningsmenn okkar elska hann og hann hefur verið hluti af nokkrum af okkar bestu dögum."

„Það kemur alltaf rétti tíminn fyrir leikmenn að halda annað og fyrir Bryan er sá tími kominn. Hann fékk tækifæri til að fara til eins stærsta félags heims og við erum virkilega ánægð fyrir hans hönd."
Athugasemdir
banner