Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 14:57
Elvar Geir Magnússon
Wissa hefur óvænt yfirgefið æfingabúðirnar í Portúgal
Mynd: EPA
Framherjinn Yoane Wissa hefur yfirgefið æfingabúðir liðsins í Portúgal en mikil óvissa er með framtíð hans. Hann er kominn aftur til London til að funda með Phil Giles, yfirmanni fótboltamála hjá Brentford.

Newcastle, Tottenham og Nottingham Forest hafa öll áhuga á að fá þennan 28 ára landsliðsmann Kongó. Öll geta boðið honum Evrópufótbolta á komandi tímabili.

Vangaveltur um framtíð Wissa eru sögð hafa haft mikil áhrif á leikmanninn samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Útkoma fundarins mun líklega hafa úrslitaáhrif á framtíð hans.

Brentford reyndi nýlega að hefja viðræður við Wissa um nýjan samning en hugur hans virðist leita frá félaginu.

Brentford ætlaði sér alls ekki að missa bæði Bryan Mbeumo og Wissa í sumar en það gæti orðið raunin. Nú þegar Mbeumo hefur verið seldur til Manchester United gæti reynst erfitt að halda Wissa.

Wissa verður 29 ára í september en hann skoraði 19 mörk í 35 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann á eitt ár eftir af núgildandi samningi sínum við Brentford en félagið er reyndar með ákvæði um framlengingu um eitt ár.
Athugasemdir
banner