Klukkan 18:30 hefst fyrri leikur Lech Poznan og Breiðabliks í 2. umferð forkeppninnar í Meistaradeildinni. Leikurinn fer fram í Poznan og seinni leikurinn fer fram á Kópavogsvelli eftir átta daga.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir eina breytingu frá 5-0 sigrinum gegn Egnatia fyrir viku síðan. Arnór Gauti Jónsson kemur inn í liðið fyrir Óla Val Ómarsson. Ásgeir Helgi Orrason byrjar við hlið Viktors Arnar Margeirssonar í hjarta varnarinnar og Damir Muminovic er á bekknum.
Fjórar breytingar eru frá leiknum gegn Vestra. Þeir Valgeir Valgeirsson, Arnór Gauti og Ásgeir Helgi voru í leikbanni í deildarleiknum gegn Vestra og koma inn í þennan leik. Kristinn Jónsson kemur einnig inn í liðið.
Gísli Gottskálk Þórðarson, leikmaður Lech Poznan, byrjar á bekknum í dag.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir eina breytingu frá 5-0 sigrinum gegn Egnatia fyrir viku síðan. Arnór Gauti Jónsson kemur inn í liðið fyrir Óla Val Ómarsson. Ásgeir Helgi Orrason byrjar við hlið Viktors Arnar Margeirssonar í hjarta varnarinnar og Damir Muminovic er á bekknum.
Fjórar breytingar eru frá leiknum gegn Vestra. Þeir Valgeir Valgeirsson, Arnór Gauti og Ásgeir Helgi voru í leikbanni í deildarleiknum gegn Vestra og koma inn í þennan leik. Kristinn Jónsson kemur einnig inn í liðið.
Gísli Gottskálk Þórðarson, leikmaður Lech Poznan, byrjar á bekknum í dag.
Lestu um leikinn: Lech Poznan 7 - 1 Breiðablik
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
13. Anton Logi Lúðvíksson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
77. Tobias Thomsen
Athugasemdir