Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KR í markmannsleit - Sigurpáll Sören ökklabrotnaði á æfingu
Sigurpáll Sören.
Sigurpáll Sören.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Franz Sigurjónsson var hjá Þrótti 2022.
Franz Sigurjónsson var hjá Þrótti 2022.
Mynd: Þróttur R.
Sigurpáll Sören Ingólfsson, markmaður KR, fótbrotnaði á æfingu með liðinu í síðustu viku. Þetta staðfestir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, í samtali við Fótbolta.net.

Sigurpáll er 22 ára og hefur verið varamarkmaður fyrir Halldór Snæ Georgsson á þessu tímabili. Hann stóð vaktina í öruggum bikarsigri gegn KÁ í apríl.

„Hann er á leiðinni í aðgerð, ökklabrotnaði á æfingu í lok síðustu viku og verður frá næstu tvo mánuðina," segir Óskar.

„Við erum tilneyddir til að líta í kringum okkur, það er alveg ljóst. Í dag erum við með Hauk Loga Tryggvason, 2. flokks markmann, sem hefur verið okkar þriðji markmaður."

Eyjamaðurinn Franz Sigurjónsson, sem lék með KFG í fyrra, hefur verið með KR á æfingum eftir meiðsli Sigurpáls.

„Það þarf líka einhver útispilari að setja á sig hanskana í vikunni. Það verður að koma í ljós hver það verður, en það eru einhverjir sem eru áhugasamari um það en aðrir," segir Óskar.

„Við vorum ekki að leita að markmanni, þannig við erum á algjörum byrjunarreit í markmannsleitinni."

Næsti leikur KR verður gegn Breiðabliki á laugardag, það verður fyrsti leikur KR á Meistaravöllum í sumar en búið er að leggja gervigras á völlinn.
Athugasemdir
banner