Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 19:52
Ívan Guðjón Baldursson
Sindri Snær tekur við Aftureldingu (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Afturelding
Sindri Snær Ólafsson hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari meistaraflokks hjá kvennaliði Aftureldingar.

Hann er ráðinn inn eftir afar slæmt gengi á fyrri hluta sumars þar sem Afturelding er aðeins komin með 3 stig eftir 11 umferðir í Lengjudeildinni.

Sindri Snær, sem er fæddur 1994, er með yfir 12 ára reynslu af þjálfun hjá Aftureldingu. Hann lék lengst af með Hvíta riddaranum á ferli sínum sem fótboltamaður en lék einnig 10 keppnisleiki fyrir meistaraflokk Aftureldingar, auk þess að koma við hjá Álafossi og Álftanesi.

Sindri hefur undanfarin ár þjálfað Hvíta riddarann en hætti hjá félaginu fyrir tveimur árum síðan, eftir að hafa náð frábærum árangri og komið liðinu upp um deild.

Toni Pressley og Ingvar Kale verða aðstoðarmenn Sindra Snæs ásamt Grétari Óskarssyni sem kemur með honum inn í þjálfarateymið.

Sindri tekur við af Perry Mclachlan sem sagði upp störfum í gær.


Athugasemdir
banner