Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 15:40
Elvar Geir Magnússon
Maguire fer seinna til Bandaríkjanna af persónulegum ástæðum
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn Harry Maguire missir af byrjun æfingaferðar Manchester United til Bandaríkjanna af persónulegum ástæðum. Hann lék í markalausu jafntefli gegn Leeds í Svíþjóð um síðustu helgi.

Ekki er gefið út hver ástæðan er fyrir því að Maguire flýgur ekki með til Bandaríkjanna en sagt er að hann muni koma til móts við liðið síðar.

Eins og greint var frá í dag þá fara Alejandro Garnacho, Antony, Jadon Sancho og Tyrell Malacia ekki með í ferðina en þeir eru í leit að nýjum félögum.

Nýju mennirnir Bryan Mbeumo og Matheus Cunha fara að sjálfsögðu með í ferðina.

United leikur gegn West Ham í New Jersey 26. júlí, svo gegn Bournemouth í Chicago 30. júlí og loks Everton í Atlanta þann 3. ágúst.
Athugasemdir
banner
banner