Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 15:30
Elvar Geir Magnússon
Gascoigne orðinn mun betri eftir stutta dvöl á sjúkrahúsi
Gascoigne í stúkunni fyrir nokkrum árum.
Gascoigne í stúkunni fyrir nokkrum árum.
Mynd: EPA
Paul Gascoigne, fyrrum leikmaður enska landsliðsins og Tottenham, er orðinn mun betri eftir stutta dvöl á sjúkrahúsi. Þetta segir talsmaður hans við fjölmiðla.

Gascoigne hefur í langan tíma glímt við alkahólisma og þunglyndi en hann er 58 ára og var lagður inn á sjúkrahús á föstudag.

Vinur hans keyrði hann á bráðamóttökuna vegna vandamála í hálsi.

Gascoigne lék 57 landsleiki fyrir England og er að margra mati einn hæfileikaríkasti fótboltamaður sem England hefur framleitt.
Athugasemdir
banner