Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 01. júlí 2025 21:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjólkurbikarinn: Patrick Pedersen með tvennu er Valur komst í úrslit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 3 - 1 Stjarnan
0-1 Andri Rúnar Bjarnason ('5 )
1-1 Jónatan Ingi Jónsson ('37 )
2-1 Patrick Pedersen ('56 )
3-1 Patrick Pedersen ('75 )
Lestu um leikinn

Valur er komið áfram í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur á Stjörnunni á Hlíðarenda í kvöld.

Stjarnan komst yfir snemma leiks þegar Benedikt Warén átti frábæra fyrirgjöf beint á kollinn á Andra Rúnari Bjarnasyni sem skoraði.

Stuttu síðar vildu Valsarar að Árni Snær Ólafsson, markvörður Stjörnunnar, fengi rautt spjalld. Hann braut á Albin Skoglund sem var sloppinn í gegn en uppskar aðeins gult spjald.

Jónatan Ingi Jónsson jafnaði metin fyrir Val eftir vandræðagang í vörn Stjörnunnar. Hann komst inn á teiginn og skoraði með skoti í nærhornið.

Eftir tæplega klukkutíma leik kom Kristinn Freyr Sigurðsson sér auðveldlega inn á teiginn og sendi boltann á markahrókinn Patrick Pedersen sem skoraði af stuttu færi.

Hann innsiglaði síðan sigur Vals þegar boltinn datt til hans eftir sláarskot frá Skoglund. Valur mætir annað hvort Vestra eða Fram í úrslitum en hinn undanúrslitaleikurinn fer fram þann 12. júlí á Ísafirði.


Athugasemdir
banner