Tyrkneskir stuðningsmenn eru þekktir fyrir að vera mjög ástríðufullir. Þeir eru þekktir fyrir að taka vel á móti nýjum leikmönnum og það var engin breyting á því þegar stuðningsmenn Samsunspor tóku á móti Loga Tómassyni.
Samsunspor staðfesti félagaskiptin fyrir um mánuði síðan en Logi gekk til liðs við félagið eftir tæp tvö ár hjá norska félaginu Strömsgodset.
Fjöldi fólks tók á móti honum á flugvellinum með blysum, söngvum og dansi.
Logi er 24 ára vinstri bakvörður sem samkvæmt Transfermarkt skoraði átta mörk og lagði upp fimm í 53 leikjum með Strömsgodset. Transfermarkt segir að Samsunspor greiði 700 þúsund evrur fyrir Loga en sú upphæð getur hækkað út frá árangurstengdum greiðslum. Logi skrifaði undir fjögurra ára samning við Samsunspor með möguleika á eins árs framlengingu.
Heyrðu það er alvöru passion þarna í Tyrklandi.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) July 1, 2025
Þær móttökur sem Logi fær. Spái því að næsta lag með honum fari á top 50 í Tyrklandi.
pic.twitter.com/IT8mJf6kZN
Athugasemdir