Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 21:08
Ívan Guðjón Baldursson
Callum Wilson að semja við West Ham
Mynd: EPA
West Ham United er að krækja sér í nýjan leikmann á frjálsri sölu þessa dagana.

The Times greinir frá því að Hamrarnir séu komnir langt í viðræðum við Callum Wilson sem er án félags.

Wilson er 33 ára gamall og rann út á samningi hjá Newcastle í sumar eftir að hafa skorað 49 mörk í 130 leikjum. Á sínu besta tímabili gerði hann 18 mörk í 36 leikjum.

Hann var algjör lykilmaður í liði Bournemouth áður en hann var seldur norður og skoraði 2 mörk í 9 landsleikjum með Englandi.

Wilson gæti því orðið sjötti leikmaðurinn sem gengur í raðir West Ham í sumar, eftir mönnum á borð við Kyle Walker-Peters, Malick Diouf og Jean-Clair Todibo.
Athugasemdir
banner