Víkingur Ólafsvík fékk botnlið Magna í heimsókn í kvöld í 14 umferð Inkasso-deildarinnar. Víkingar sýndu afhverju þeir eru í toppbaráttu en Magnamenn í botnbaráttu en leikur liðanna endaði með 4-1 sigri heimamanna.
Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 4 - 1 Magni
Það kemur því ekki á óvart að Ejub gat verið sá allra glaðasti eftir leik en hann hefur sjaldan séð það betra í Ólafsvík.
"Við vorum að spila vel og það var mikið jafnvægi í okkar spili. Við vorum góðir bæði í vörn og sókn og það var algjör óþarfi að fá þetta mark á sig í lokin. Vörnin var undir lokin á köflum ekki lík sjálfum sér og þetta mark kom eftir nokkur mistök. Það er betra að þetta gerist í stöðunni 4-0 heldur en 0-0"
Alexander Helgi var kallaður til baka úr láni af Breiðablik í fyrradag og var því ekki með Víkingum í kvöld. Ejub segir það mikinn missi og vildi óska Alexander góðs gengis í framtíðinni og taldi sig fullvissan að hann færi langt í sportinu.
Víkingar eru í þriðja sæti deildarinnar með jafn mörg stig og ÍA sem eru í öðru sætinu. Vesturlandsliðin eru þó bara stigi frá toppliði HK. Víkingar eru einnig í undanúrslitum Mjólkurbikarsins og hefur Ejub sjaldan séð það betra í Ólafsvík
"Ég hef alltaf trú á að við getum tekið eitthvað úr hverjum leik. Við sjáum svo bara til hvort það dugi til. 1. ágúst og við erum með 30 stig og í undanúrslitum í bikar. Ég hef bara sjaldan séð betri ár, sérstaklega miðað við hvernig veturinn var fyrir okkur"
Viðtalið má sjá í heild sinni í tækinu hér fyrir ofan
Athugasemdir

























