Rúnar Alex Rúnarsson var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar þegar liðið vann öruggan sigur á Magpies frá Gíbraltar í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
FCK var með 3-0 forystu eftir fyrri leikinn í Gíbraltar en liðið lenti undir í kvöld eftir slæm mistök hjá Rúnari Alex. Hann ætlaði að sparka boltanum út en það fór ekki betur en svo að boltinn fór í leikmann Magpies og í netið.
Danska liðið kom til baka og var komið í 2-1 forystu snemma í seinni hálfleik. Orri Steinn Óskarsson kom inn á sem varamaður og kom liðinu í 3-1. Hann bætti við sínu öðru marki seint í leiknum og innsiglaði 5-1 sigur, samanlegt 8-1. FCK mætir Ostrava frá Tékklandi í næstu umferð.
Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði FC Noah þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Sliema frá Möltu en Noah vann fyrri leikinn 7-0 og komst því örugglega áfram. FC Noah mætir AEK Aþenu frá Grikklandi í næstu umferð.
Eggert Aron Guðmundsson kom inn á sem varamaður þegar Elfsborg sló Sheriff Tiraspol frá Moldovu úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli en Elfsborg vann 2-0 á heimavelli í kvöld. Andri Fannar Baldursson var ónotaður varamaður.
Elfsborg mætir annað hvort Rijeka frá Króatíu eða Hunedoara frá Rúmeníu í næstu umferð en Rijeka er með 1-0 forystu í einvíginu en seinni hálfleikur er að fara af stað.
Úff Rúnar Alex.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) August 1, 2024
Stuðningsmenn og andstæðingar FCK munu eiga field day næstu daga yfir þessum mistökum.
pic.twitter.com/AqtOpz9iIZ