Sölvi gefur ekki upp hvor verður í markinu - „Þurfum að eiga tvo algjöra toppleiki“
Steven Caulker: Töluvert betri en ég bjóst við
Rúnar Kristins: Búnir að brenna af allt of mörgum færum í sumar
Jökull: Fyrri hálfleikur ævintýralega slakur
Diego Montiel: Ég gerði heimskuleg mistök og gaf þeim víti
Davíð Smári: Við skorum mark sem mér fannst vera löglegt
Maggi ósáttur með dómarann: Það er búið að merkja Elmar Kára í þessari deild
Best í Mjólkurbikarnum: Með montréttinn heima fyrir
Túfa svekktur: Var að hugsa um að við værum að sigla þessu heim
Jónatan Ingi: Bæði mörkin skrípamörk
Haukur Andri: Hörmulegur fyrri hálfleikur
Lárus Orri: Menn voru staðráðnir í að laga það og þeir gerðu það
Patrick Pedersen: Það var léttir að slá markametið
Fyrirliðinn spilaði óvænt frammi og skoraði tvennu - „Var að setja boltann í netið á æfingu"
Dominic Furness: Væri draumur að fá Tindastól á Laugardalsvöll
Birta Georgs: Hugsa um einn leik í einu og spyrja svo að leikslokum.
Ákvörðun sem kom Matta á óvart - „Ekki mitt að tala um, hann verður að svara fyrir þetta"
Heimsóknin - Kormákur/Hvöt og Ýmir
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Sveinn Gísli: Ég ætla ekki að jinxa neitt
   fim 01. september 2016 16:15
Elvar Geir Magnússon
Frankfurt
Hólmar Örn um áhuga Real Betis: Aldrei verið meira í símanum
Icelandair
Spænska félaginu Real Betis tókst ekki að næla í varnarmanninn Hólmar Örn Eyjólfsson á lokadegi félagaskiptagluggans í gær. Hólmar spilar með Rosenborg en Spánverjarnir náðu ekki samkomulagi við norska félagið um kaupverð á Íslendingnum.

„Ég fékk símtal og frétti af áhuga frá þeim en því miður komust Betis og Rosenborg ekki að samkomulagi. Það varð ekkert úr því. Þetta hefði verið stórt tækifæri," segir Hólmar sem var með símann á lofti í gær.

„Ég held að ég hafi aldrei verið meira í símanum."

„Það eru ekki margir sem fara úr norsku deildinni beint í La Liga og það var svekkjandi að þetta gekk ekki í gegn. En maður þarf að halda áfram. Vonandi kemur eitthvað fínt í næstu gluggum."

Það er ekki ólíklegt að Real Betis muni áfram beina augum sínum að Hólmari. „Ég vona það," segir Hólmar.

Fótbolti.net ræddi við Hólmar í Frankfurt í dag þar sem hann er ásamt íslenska landsliðshópnum að búa sig undir fyrsta leik í undankeppni HM næsta mánudag. Þar leikur Ísland við Úkraínu ytra.

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar er Hólmar, sem er 26 ára, meðal annars spurður út í svekkelsið að hafa ekki verið valinn í landsliðshópinn fyrir EM.
Athugasemdir
banner