Delap undir smásjá Man Utd - Ederson á óskalista Man City - Verður Saliba sá dýrasti?
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fim 01. september 2016 16:15
Elvar Geir Magnússon
Frankfurt
Hólmar Örn um áhuga Real Betis: Aldrei verið meira í símanum
Icelandair
Hólmar á fjóra A-landsleiki.
Hólmar á fjóra A-landsleiki.
Mynd: Getty Images
Spænska félaginu Real Betis tókst ekki að næla í varnarmanninn Hólmar Örn Eyjólfsson á lokadegi félagaskiptagluggans í gær. Hólmar spilar með Rosenborg en Spánverjarnir náðu ekki samkomulagi við norska félagið um kaupverð á Íslendingnum.

„Ég fékk símtal og frétti af áhuga frá þeim en því miður komust Betis og Rosenborg ekki að samkomulagi. Það varð ekkert úr því. Þetta hefði verið stórt tækifæri," segir Hólmar sem var með símann á lofti í gær.

„Ég held að ég hafi aldrei verið meira í símanum."

„Það eru ekki margir sem fara úr norsku deildinni beint í La Liga og það var svekkjandi að þetta gekk ekki í gegn. En maður þarf að halda áfram. Vonandi kemur eitthvað fínt í næstu gluggum."

Það er ekki ólíklegt að Real Betis muni áfram beina augum sínum að Hólmari. „Ég vona það," segir Hólmar.

Fótbolti.net ræddi við Hólmar í Frankfurt í dag þar sem hann er ásamt íslenska landsliðshópnum að búa sig undir fyrsta leik í undankeppni HM næsta mánudag. Þar leikur Ísland við Úkraínu ytra.

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar er Hólmar, sem er 26 ára, meðal annars spurður út í svekkelsið að hafa ekki verið valinn í landsliðshópinn fyrir EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner