Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
   fim 01. september 2016 16:15
Elvar Geir Magnússon
Frankfurt
Hólmar Örn um áhuga Real Betis: Aldrei verið meira í símanum
Icelandair
Spænska félaginu Real Betis tókst ekki að næla í varnarmanninn Hólmar Örn Eyjólfsson á lokadegi félagaskiptagluggans í gær. Hólmar spilar með Rosenborg en Spánverjarnir náðu ekki samkomulagi við norska félagið um kaupverð á Íslendingnum.

„Ég fékk símtal og frétti af áhuga frá þeim en því miður komust Betis og Rosenborg ekki að samkomulagi. Það varð ekkert úr því. Þetta hefði verið stórt tækifæri," segir Hólmar sem var með símann á lofti í gær.

„Ég held að ég hafi aldrei verið meira í símanum."

„Það eru ekki margir sem fara úr norsku deildinni beint í La Liga og það var svekkjandi að þetta gekk ekki í gegn. En maður þarf að halda áfram. Vonandi kemur eitthvað fínt í næstu gluggum."

Það er ekki ólíklegt að Real Betis muni áfram beina augum sínum að Hólmari. „Ég vona það," segir Hólmar.

Fótbolti.net ræddi við Hólmar í Frankfurt í dag þar sem hann er ásamt íslenska landsliðshópnum að búa sig undir fyrsta leik í undankeppni HM næsta mánudag. Þar leikur Ísland við Úkraínu ytra.

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar er Hólmar, sem er 26 ára, meðal annars spurður út í svekkelsið að hafa ekki verið valinn í landsliðshópinn fyrir EM.
Athugasemdir
banner