Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
Jóhannes Karl: Mikið að gera við að þjálfa
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Andri Rúnar: Fullt hús stiga og fulla ferð áfram
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
Haddi: Nú sleikjum við sárin fyrsta hálftímann á leiðinni heim
Gummi Magg: Ætlaði bara að breyta leiknum
Rúnar Kristins: Gaui Þórðar sagði það alltaf í gamla daga
Sölvi: Við vorum algjörir killers
Dóri Árna: Stórfurðulega dæmdur leikur en við vorum sjálfum okkur verstir
Láki: Er ekki að ætlast til þess að við vinnum þá alla daga vikunnar
   fim 01. september 2016 16:15
Elvar Geir Magnússon
Frankfurt
Hólmar Örn um áhuga Real Betis: Aldrei verið meira í símanum
Icelandair
Spænska félaginu Real Betis tókst ekki að næla í varnarmanninn Hólmar Örn Eyjólfsson á lokadegi félagaskiptagluggans í gær. Hólmar spilar með Rosenborg en Spánverjarnir náðu ekki samkomulagi við norska félagið um kaupverð á Íslendingnum.

„Ég fékk símtal og frétti af áhuga frá þeim en því miður komust Betis og Rosenborg ekki að samkomulagi. Það varð ekkert úr því. Þetta hefði verið stórt tækifæri," segir Hólmar sem var með símann á lofti í gær.

„Ég held að ég hafi aldrei verið meira í símanum."

„Það eru ekki margir sem fara úr norsku deildinni beint í La Liga og það var svekkjandi að þetta gekk ekki í gegn. En maður þarf að halda áfram. Vonandi kemur eitthvað fínt í næstu gluggum."

Það er ekki ólíklegt að Real Betis muni áfram beina augum sínum að Hólmari. „Ég vona það," segir Hólmar.

Fótbolti.net ræddi við Hólmar í Frankfurt í dag þar sem hann er ásamt íslenska landsliðshópnum að búa sig undir fyrsta leik í undankeppni HM næsta mánudag. Þar leikur Ísland við Úkraínu ytra.

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar er Hólmar, sem er 26 ára, meðal annars spurður út í svekkelsið að hafa ekki verið valinn í landsliðshópinn fyrir EM.
Athugasemdir