Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mið 01. september 2021 12:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
2200 áhorfendur leyfðir - Uppselt gegn Þýskalandi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland leikur í þessum landsleikjaglugga þrjá landsleiki og er sá fyrsti gegn Rúmeníu á morgun.

Áhorfendum verður hólfaskipt á leikina og geta alls 2200 áhorfendur verið viðstaddir. Allt í allt tæki Laugardalsvöllur tæplega tíu þúsund áhorfendur.

Uppselt er á leik Íslands og Þýskalands sem fram fer miðvikudaginn 8. september kl. 18:45.

Miðasala á leiki Íslands gegn Rúmeníu 2. september og Norður Makedóníu 5. september er í gangi og enn er hægt að nálgast miða á þá leiki.
Athugasemdir