Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 01. september 2021 06:00
Victor Pálsson
Gallagher lítur upp til Lampard - Spenntur fyrir Vieira
Mynd: Getty Images
Conor Gallagher, leikmaður Crystal Palace, vill verða eins og Frank Lampard í framtíðinni en hann fær kennslu frá tveimur mjög reynslumiklum leikmönnum.

Gallagher vinnur með Patrick Vieira, fyrrum miðjumanni Arsenal, hjá Palace en hann er þar í láni frá Chelsea og gerði tvö mörk í síðasta leik sínum.

Hann mun þá einnig fá kennslu í enska U21 landsliðinu þar sem Ashley Cole, fyrrum bakvörður bæði Chelsea og Arsenal, er að þjálfa.

Það voru fáir miðjumenn betri í því að skora en Lampard sem er markahæsti leikmaður í sögu Chelsea.

„Frank Lampard er einhver sem ég hef litið upp til sem stuðningsmaður Chelsea, það var magnað að horfa á hann og tölfræðin sem hann var með sem miðjumaður var sturluð," sagði Gallagher.

„Tölurnar voru fáránlegar, ég vil vera skorandi miðjumaður en þarf að vinna í miklu. Ég skoraði tvö um daginn sem gefur mér sjálfstraust."

„Ég hef ekki unnið með Cole ennþá en ég hef hitt hann á æfingasvæðinu. Ég er mjög spenntur fyrir því að vinna með honum. Ég leit upp til hans sem stuðningsmaður Chelsea."

„Ég er spenntur fyrir því að sjá hvernig Vieira spilar og hvernig hann er sem þjálfari og manneskja."
Athugasemdir
banner
banner
banner