Afreð Finnbogason hefur skrifað við samning hjá Lyngby sem gildir út tímabilið. Alfreð er formlega orðinn leikmaður liðsins eftir að hafa staðist læknisskoðun í dag.
Alfreð, sem er 33 ára framherji, rann út á samningi hjá Augsburg í sumar og hefur verið undanfarna mánuði verið í leit að nýju félagi. Hann æfði með Lyngby í ágúst og hefur nú ákveðið að semja við félagið.
Alfreð verður í treyju númer átján hjá Lyngby. Hann verður þar samherji Sævars Atla Magnússonar og leikur undir stjórn Freys Alexanderssonar sem er þjálfari liðsins.
Alfreð lék með Breiðabliki og Augnabliki á Íslandi áður en hann fór út í atvinnumensku árið 2011. Hann hefur á sínum ferli erlendis leikið með Lokeren, Helsingborg, Heerenveen, Real Sociedad, Olympiakos og Augsburg. Alls var hann í sex og hálft ár hjá þýska félaginu.
Þá á hann að baki 61 landsleik og hefur hann skorað fimmtán mörk í þeim.
BYD VELKOMMEN TIL: ALFRED FINNBOGASON!💙
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) September 1, 2022
De sidste formaliteter er nu på plads - Alfred Finnbogason er Kongeblå!🔵
Lægetjek✅
Underskrift✅
📍https://t.co/OjMN37pEaN#SammenforLyngby pic.twitter.com/0cbgMc284u
Stöðutaflan
Danmörk
Danmörk - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | FCK | 17 | 9 | 6 | 2 | 32 | 19 | +13 | 33 |
2 | Midtjylland | 17 | 10 | 3 | 4 | 31 | 22 | +9 | 33 |
3 | Randers FC | 17 | 8 | 6 | 3 | 31 | 19 | +12 | 30 |
4 | AGF Aarhus | 17 | 7 | 7 | 3 | 30 | 17 | +13 | 28 |
5 | Brondby | 17 | 7 | 6 | 4 | 31 | 22 | +9 | 27 |
6 | Silkeborg | 17 | 6 | 8 | 3 | 29 | 23 | +6 | 26 |
7 | FC Nordsjaelland | 17 | 7 | 5 | 5 | 30 | 29 | +1 | 26 |
8 | Viborg | 17 | 5 | 6 | 6 | 29 | 27 | +2 | 21 |
9 | AaB Aalborg | 17 | 4 | 5 | 8 | 18 | 31 | -13 | 17 |
10 | Sonderjylland | 17 | 4 | 4 | 9 | 21 | 37 | -16 | 16 |
11 | Lyngby | 17 | 1 | 7 | 9 | 12 | 24 | -12 | 10 |
12 | Vejle | 17 | 1 | 3 | 13 | 16 | 40 | -24 | 6 |
Athugasemdir