Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   fim 01. september 2022 19:58
Elvar Geir Magnússon
Davíð Snær fékk koss í viðtali: Kom inn með 'ekkert skiptir máli' attitjúd
Davíð Snær fékk rembingskoss frá Meyernum.
Davíð Snær fékk rembingskoss frá Meyernum.
Mynd: Fótbolti.net
Það var alvöru dramatík í Kaplakrikanum í kvöld þegar FH vann endurkomusigur gegn KA í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Eftir að KA missti mann af velli með rautt gekk FH á lagið og skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Davíð Snær Jóhannsson kom inn af bekknum hjá FH og reyndist hetjan. Hann spjallaði við Fótbolta.net eftir leikinn og í miðju viðtali kom Tómas Meyer og gaf honum rembingskoss.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 KA

„Tilfinningin er vægast sagt ólýsanleg," sagði Davíð. „Tækifærin að fara í bikarúrslitaleiki eru sjaldgæf og þá verður maður að taka þau. Við vorum betri á þeim mínútum sem skipta máli."

FH gekk erfiðlega að skapa sér færi stærstan hluta leiksins.

„Leikurinn er 90 mínútur. Maður verður að vera 'on it' allan tímann. Við lentum undir og fyrr á tímabilinu hefði það kannski klárað okkur. En við erum aðeins farnir að snúa þessu við. Það er komin trú aftur."

„Ég kom inn með 'ekkert skiptir máli' attitjúd. Keyra þetta bara í gang, við vorum undir hvort sem er. Það datt þannig að ég var góður og það skipti máli."

Davíð segist hafa fundið það strax og hann tók skotið að boltinn myndi enda inni.

FH mætir Víkingi í bikarúrslitum 1. október.



Athugasemdir
banner
banner