Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   fim 01. september 2022 19:58
Elvar Geir Magnússon
Davíð Snær fékk koss í viðtali: Kom inn með 'ekkert skiptir máli' attitjúd
Davíð Snær fékk rembingskoss frá Meyernum.
Davíð Snær fékk rembingskoss frá Meyernum.
Mynd: Fótbolti.net
Það var alvöru dramatík í Kaplakrikanum í kvöld þegar FH vann endurkomusigur gegn KA í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Eftir að KA missti mann af velli með rautt gekk FH á lagið og skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Davíð Snær Jóhannsson kom inn af bekknum hjá FH og reyndist hetjan. Hann spjallaði við Fótbolta.net eftir leikinn og í miðju viðtali kom Tómas Meyer og gaf honum rembingskoss.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 KA

„Tilfinningin er vægast sagt ólýsanleg," sagði Davíð. „Tækifærin að fara í bikarúrslitaleiki eru sjaldgæf og þá verður maður að taka þau. Við vorum betri á þeim mínútum sem skipta máli."

FH gekk erfiðlega að skapa sér færi stærstan hluta leiksins.

„Leikurinn er 90 mínútur. Maður verður að vera 'on it' allan tímann. Við lentum undir og fyrr á tímabilinu hefði það kannski klárað okkur. En við erum aðeins farnir að snúa þessu við. Það er komin trú aftur."

„Ég kom inn með 'ekkert skiptir máli' attitjúd. Keyra þetta bara í gang, við vorum undir hvort sem er. Það datt þannig að ég var góður og það skipti máli."

Davíð segist hafa fundið það strax og hann tók skotið að boltinn myndi enda inni.

FH mætir Víkingi í bikarúrslitum 1. október.



Athugasemdir
banner