Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   fim 01. september 2022 19:58
Elvar Geir Magnússon
Davíð Snær fékk koss í viðtali: Kom inn með 'ekkert skiptir máli' attitjúd
Davíð Snær fékk rembingskoss frá Meyernum.
Davíð Snær fékk rembingskoss frá Meyernum.
Mynd: Fótbolti.net
Það var alvöru dramatík í Kaplakrikanum í kvöld þegar FH vann endurkomusigur gegn KA í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Eftir að KA missti mann af velli með rautt gekk FH á lagið og skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Davíð Snær Jóhannsson kom inn af bekknum hjá FH og reyndist hetjan. Hann spjallaði við Fótbolta.net eftir leikinn og í miðju viðtali kom Tómas Meyer og gaf honum rembingskoss.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 KA

„Tilfinningin er vægast sagt ólýsanleg," sagði Davíð. „Tækifærin að fara í bikarúrslitaleiki eru sjaldgæf og þá verður maður að taka þau. Við vorum betri á þeim mínútum sem skipta máli."

FH gekk erfiðlega að skapa sér færi stærstan hluta leiksins.

„Leikurinn er 90 mínútur. Maður verður að vera 'on it' allan tímann. Við lentum undir og fyrr á tímabilinu hefði það kannski klárað okkur. En við erum aðeins farnir að snúa þessu við. Það er komin trú aftur."

„Ég kom inn með 'ekkert skiptir máli' attitjúd. Keyra þetta bara í gang, við vorum undir hvort sem er. Það datt þannig að ég var góður og það skipti máli."

Davíð segist hafa fundið það strax og hann tók skotið að boltinn myndi enda inni.

FH mætir Víkingi í bikarúrslitum 1. október.



Athugasemdir
banner
banner