Everton er búið að festa kaup á James Garner, 21 árs miðjumanni frá Manchester United.
Garner á 29 leiki að baki fyrir yngri landslið Englands og var í mikilvægu hlutverki á láni hjá Nottingham Forest á síðustu leiktíð er liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina eftir langa bið.
Everton er talið borga 15 milljónir punda fyrir Garner sem skrifar undir fjögurra ára samning við félagið.
Garner er varnarsinnaður miðjumaður og kemur til félagsins á sama degi og Idrissa Gana Gueye snýr aftur frá PSG.
Hann er áttundi leikmaðurinn til að ganga í raðir Everton í sumar eftir Amadou Onana, Dwight McNeil, Neal Maupay, Gueye, Conor Coady, Ruben Vinagre og James Tarkowski.
Welcome, @jgarnerr96! 🔵 pic.twitter.com/Ax9hSaFha7
— Everton (@Everton) September 1, 2022
Athugasemdir