Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 01. september 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Mario Balotelli mættur til Sviss (Staðfest)
Mario Balotelli
Mario Balotelli
Mynd: Getty Images
Ítalski framherjinn Mario Balotelli skrifaði í gær undir tveggja ára samning við svissneska félagið Sion. Þetta er ellefta félagið sem hann spilar fyrir á ferlinum.

Balotelli fékk sig lausan frá tyrkneska félaginu Adana Demirspor eftir að hafa skorað 18 mörk fyrir liðið á síðasta tímabili.

Það kom engum á óvart að hann myndi yfirgefa Adana í þessum glugga og þá sérstaklega eftir síðasta leik liðsins er hann reifst við Vincenzo Montella, þjálfara liðsins, sem endaði með því að nokkrir menn þurftu að stíga á milli þeirra.

Balotelli var ekki lengi að finna sér nýtt félag og í gær skrifaði hann undir tveggja ára samning við Sion í Sviss.

Þetta er ellefta félagið sem hann spilar fyrir á ferlinum á eftir Inter, Manchester City, Liverpool, Milan, Liverpool, Nice, Marseille, Brescia, Monza og auðvitað Adana.

Sion er í 6. sæti svissnesku deildarinnar en þjálfari liðsins Paolo Tramezzani.
Athugasemdir
banner