Svissneski varnarmaðurinn Manuel Akanji er á leið til Inter á láni frá Manchester City.
Inter var rétt í þessu að ná samkomulagi við Man City en félagið greiðir 2 milljónir evra í lánskostnað.
Skiptin verða gerð varanleg fyrir 15 milljónir evra, en samkvæmt Fabrizio Romano verður mjög erfitt fyrir Inter að uppfylla þau skilyrði.
Crystal Palace, Galatasaray og fleiri félög víðs vegar um Evrópu reyndu að fá Akanji sem ákvað á endanum að velja Inter.
Hann er á leið í læknisskoðun hjá ítalska stórliðinu og mun ganga frá samningamálum í kjölfarið.
Athugasemdir