Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 08:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexis Sanchez finnur sér nýtt félag
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez.
Mynd: EPA
Alexis Sanchez er búinn að finna sér nýtt félag á gluggadeginum en hann er að skrifa undir samning við Sevilla á Spáni.

Samningurinn gildir í eitt ár en Sanchez er á leið í læknisskoðun hjá Sevilla.

Sanchez er samningsbundinn Udinese þangað til á næsta ári en hann mun líklega yfirgefa ítalska á frjálsri sölu og skrifa undir hjá Sevilla.

Sanchez, sem er orðinn 36 ára gamall, er auðvitað fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United.

Hann hefur áður spilað á Spáni en hann lék með Barcelona frá 2011 til 2014.
Athugasemdir
banner
banner