Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 15:19
Brynjar Ingi Erluson
Bournemouth kaupir 18 ára miðvörð frá Serbíu (Staðfest)
Mynd: Bournemouth
Enska úrvalsdeildarfélagið Bournemouth hefur fest kaup á serbneska táningnum Veljko Milosavljevic frá Rauðu Stjörnunni, en þetta kemur fram í tilkynningu frá enska félaginu í dag.

Milosavljevic er 18 ára gamall og talinn gríðarlegt efni, en honum leist afar vel á verkefnið.

Það hefur ekki verið erfitt að sannfæra hann eftir þennan glugga, en Bournemouth seldi nánast alla varnarlínuna til stærstu félaga Evrópu og sýndi að stórliðin hafi öll fylgst vel með leikmönnum enska félagsins.

Milos Kerkez fór til Liverpool, Illia Zabarnyi til Evrópumeistara PSG og þá fór Dean Huijsen til Real Madrid.

Milosavljevic spilaði 25 leiki með aðalliði Rauðu stjörnunnar og fjölmarga landsleiki með unglingalandsliðum Serbíu.

Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.


Athugasemdir
banner