Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 13:50
Brynjar Ingi Erluson
Brentford hafnaði tilboði Lyon
Mynd: EPA
Brentford hefur hafnað lánstilboði franska félagsins Lyon í portúgalska sóknartengiliðinn Fabio Carvalho en það er Fabrizio Romano sem segir frá þessu í dag.

Lyon óskaði eftir því að fá Carvalho á láni út tímabilið en tilboðinu var hafnað umsvifalaust.

Brentford hefur misst marga mikilvæga leikmenn í glugganum en þar má nefna þá Christian Norgaard, Bryan Mbeumo og Mark Flekken, og þá er Yoane Wissa á leið til Newcastle.

Carvalho, sem er 23 ára gamall, var ekki í stóru hlutverki hjá Brentford á síðustu leiktíð en eftir allar þessar brottfarir er ljóst að hans hlutverk verður stærra á þessu tímabili.

Hann byrjaði fyrsta deildarleikinn á móti Nottingham Forest og skoraði þá í 2-0 sigrinum á Bournemouth í enska deildabikarnum á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner