Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 17:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brobbey búinn í læknisskoðun hjá Sunderland
Mynd: EPA
Brian Brobbey er á leið til Sunderland frá Ajax en hann hefur staðist læknisskoðun hjá enska félaginu.

Sunderland borgar 17,3 milljónir punda auk 4 milljónir punda í aukagreiðslur.

Brobbey er 23 ára gamall sóknarmaður sem hefur spilað átta landsleiki fyrir Holland.

Marc Guiu er á leið aftur til Chelsea eftir að hann var lánaður til Sunderland fyrr í sumar. Félagið ætlar að leysa hann af hólmi með Brobbey.
Athugasemdir
banner