Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
banner
   mán 01. september 2025 12:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chilwell mætir líklega Breiðabliki
Chilwell er ekki í plönum Chelsea.
Chilwell er ekki í plönum Chelsea.
Mynd: EPA
Chelsea er að plana það að Ben Chilwell fari til systurfélagsins Strasbourg í Frakklandi áður en gluggadagurinn lokar.

Chelsea getur ekki lánað fleiri leikmenn til Strasbourg og verður Chilwell því seldur.

Kendy Paez, Mike Penders og Mamadou Sarr eru nú þegar á láni hjá Strasbourg frá Chelsea en félögin tvö eru með sömu eigendur.

Chilwell hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Chelsea en hann er ekki í plönum félagsins.

Chilwell kemur því til með að mæta Breiðabliki í Sambandsdeildinni í vetur.
Athugasemdir
banner