Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 19:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Chukwueze til Fulham frá AC Milan (Staðfest)
Mynd: Fulham
Samuel Chukwueze er genginn til liðs við Fulham frá AC Milan. Fulham fær hann á láni út tímabilið með kaupmöguleika.

Hann er 26 ára gamall vængmaður. Hann er nígerískur landsliðsmaður en hann hittir landsliðsfélaga sína Alex Iwobi og Calvin Bassey hjá Fulham.

Hann mun klæðast treyju númer 19.

„Ég er svo ánægður með að vera kominn hingað. Þetta er frábært félag, mér líður eins og heima hjá mér því ég er með mitt fólk í kringum mig," sagði Chukwueze.

Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.


Athugasemdir