Fulham er að ganga frá lánssamningi við nígeríska kantmanninn Samuel Chukwueze frá AC Milan.
Fabrizio Romano hefur stimplað skiptin með sínum fræga frasa „Here we go!“.
Fabrizio Romano hefur stimplað skiptin með sínum fræga frasa „Here we go!“.
Samkomulag hefur náðst um lánssamning með kauprétti sem er þó ekki skyldubundinn. Skyldi Fulham festa kaup á Chukwueze þyrftu þeir að greiða AC Milan um 25 milljónir evra.
Fulham hefur fylgst lengi með Chukwueze og sóttist eftir honum í janúar, en þá hafnaði Milan tilboði félagsins.
Fulham er jafnframt að festa kaup á öðrum kantmanni, hinum brasilíska Kevin sem kemur frá Shaktar Donetsk.
???????? Samu Chukwueze to Fulham, here we go! Deal agreed on initial loan with buy option clause not mandatory.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2025
Total package could reach fee over €25/26m, he’s now at Fulham training ground after medical already done. pic.twitter.com/CQQOiJ9pzX
Athugasemdir