Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 15:54
Brynjar Ingi Erluson
Farinn til Marseille eftir sjö ára dvöl á Englandi (Staðfest)
Mynd: EPA
Ítalski bakvörðurinn Emerson Palmieri er farinn frá West Ham og genginn í raðir Marseille í Frakklandi.

Palmieri hefur eytt sjö árum á Englandi. Hann samdi við Chelsea árið 2018 og gekk síðan í raðir West Ham fjórum árum síðar.

Hann spilaði 71 leik fyrir Chelsea og 113 leiki fyrir West Ham, en er nú farinn.

Ítalinn var ekki með West Ham á undirbúningstímabilinu og ekki í hópnum í fyrstu tveimur leikjum ensku úrvalsdeildarinnar.

Graham Potter, stjóri West Ham, var ekki með pláss fyrir hann í hópnum og voru Kyle Walker-Peters og El Hadji Malick Diouc, báðir á undan honum í goggunarröðinni.

Palmieri er mættur til Marseille í Frakklandi en West Ham staðfestir tíðindin á samfélagsmiðlum í dag.

Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.


Athugasemdir
banner
banner