Fulham var rétt í þessu að ná samkomulagi við Chelsea um kaup á enska vængmanninum Tyrique George, en hann kemur til félagsins fyrir 22 milljónir punda.
George, sem er 19 ára gamall, þreytti frumraun sína með Chelsea á síðustu leiktíð.
Hann skoraði 3 mörk í 26 leikjum með liðinu sem vann bæði HM og Sambandsdeild Evrópu.
Chelsea hefur styrkt sig gríðarlega í sumar og varð George ljóst að tækifærin yrðu af skornum skammti.
Leikmaðurinn hefur því ákveðið að leita annað, en Fulham hefur náð samkomulagi við Chelsea um að fá George á 22 milljónir punda og munu þeir bláu fá hluta af endursöluvirði hans.
George hefur fengið heimild til þess að gangast undir læknisskoðun hjá Fulham í Lundúnum. David Ornstein hjá Athletic greinir frá.
Roma var einnig í viðræðum við Chelsea en aðilarnir náðu ekki saman og varð því ekkert af skiptunum.
Athugasemdir