Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 11:35
Kári Snorrason
Fulham sýnir Sterling áhuga
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: EPA
Fulham íhugar að fá enska vængmanninn Raheem Sterling frá Chelsea. Félagið vill bæta tveimur kantmönnum við hópinn áður en félagaskiptaglugginn lokar í kvöld.

Fulham hefur einungis sótt einn leikmann það sem af er félagskiptagluggans, varamarkvörðinn Benjamin Lecomte.

Liðið er búið að ganga frá samkomulagi við úkraínska félagið Shakhtar um brasilíska kantmanninn Kevin, en enn á eftir að ná samkomulagi við leikmanninn.

Fulham hefur einnig átt í viðræðum við AC Milan um nígeríska leikmanninn Samuel Chukwueze.

Sterling hefur ekkert æft með aðalliði Chelsea og var ekki í hópnum á HM félagsliða, en liðið reynir að koma honum frá félaginu fyrir gluggalok.



Athugasemdir
banner
banner