Það stefnir í einhvern rosalegasta gluggadag síðari ára í dag. Fótbolti.net verður á vaktinni í allan dag og mun fylgjast með öllu því helsta.
Stærst er það náttúrulega að Alexander Isak verður leikmaður Liverpool. Englandsmeistararnir komust loksins að samkomulagi við Newcastle í gær um 130 milljón punda kaupverð. Isak verður dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Stærst er það náttúrulega að Alexander Isak verður leikmaður Liverpool. Englandsmeistararnir komust loksins að samkomulagi við Newcastle í gær um 130 milljón punda kaupverð. Isak verður dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Svo er Liverpool líka að vinna í því að kaupa Marc Guehi frá Crystal Palace.
Á Old Trafford er einnig nóg um að vera en þar mun líklega nýr markvörður ganga inn um dyrnar í dag. Það verður væntanlega annað hvort Senne Lammens frá Antwerp í Belgíu eða Emi Martinez frá Aston Villa. Svo er United líka að vinna hörðum höndum að því að losa sig við leikmenn sem eru ekki í plönum Rúben Amorim.
Svo gæti Gianlugi Donnarumma mætt í ensku úrvalsdeildina og spurning hvort Newcastle bæti ekki við sig fleiri sóknarmönnum í ljósi þess að Isak er að fara.
Þú getur fylgst með á Fótbolta.net í allan dag. Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.
Athugasemdir