Atlético Madrid hefur fengið argentíska kantmanninn Nicolas Gonzales á láni frá Juventus.
Gonzales kemur að láni til spænska liðsins, en með kaupákvæði sem gæti breyst í kaupskyldu fyrir 33 milljónir evra.
Ákvæðið er háð því hversu marga leiki leikmaðurinn spilar með Atlético.
Gonzalez var á láni hjá Juventus frá Fiorentina á síðustu leiktíð, en í samningnum var kaupskylda. Því gekk Argentínumaðurinn varanlega til liðs við Juventus fyrr í sumar fyrir um 25 milljónir evra.
Gonzalez lék 39 leiki fyrir Juventus, auk þess á hann að baki 43 landsleiki fyrir Argentínu og skorað í þeim sex mörk.
Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.
Bienvenido a tu nueva casa, Nico ????????? pic.twitter.com/1vHubtOZrp
— Atlético de Madrid (@Atleti) September 1, 2025
Athugasemdir