Crystal Palace hefur áhuga á Axel Disasi, varnarmanni Chelsea. Sky Sports greinir frá þessu.
Félagið er í leit að miðverði sem kemur til með að leysa Marc Guehi af hólmi en Liverpool hefur mikinn áhuga á honum.
Félagið er í leit að miðverði sem kemur til með að leysa Marc Guehi af hólmi en Liverpool hefur mikinn áhuga á honum.
Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, sagði eftir sigur liðsins gegn Aston Villa í gær að félagið þyrfti að fá leikmann inn áður en Guehi yfirgefur félagið.
„Við verðum að halda honum. Við höfum talað um þetta og ég hef sagt, við seljum bara Guehi ef við fáum rétta manninn inn. Ef rétti maðurinn kemur ekki er það ljóst fyrir mér að við höldum honum," sagði Glasner.
Liverpool lagði fram 35 milljón punda tilboð í Guehi á laugardaginn. Guehi skoraði stórkostlegt mark í 3-0 sigri gegn Aston Villa í gær.
Athugasemdir