Þýski miðjumaðurinn Ilkay Gündogan er á förum frá Manchester City og líklega á leið til tyrknesku meistaranna í Galatasaray. Þetta segir Fabrizio Romano á X.
Man City gaf Gündogan grænt ljós á að fara frá félaginu og eru viðræður við Galatasaray komnar langt á veg.
Glugginn í Tyrklandi lokar 8. september og því engin pressa á félögunum að ganga frá þessum skiptum í dag.
Þjóðverjinn hefur tvisvar verið í hóp á þessu tímabili en ekkert komið við sögu.
Gündogan, sem er 34 ára gamall, er að skoða tilboð Galatasaray, en það eru meiri líkur en minni á að hann fari þangað.
Miðjumaðurinn, sem lék 82 A-landsleiki og skoraði 9 mörk fyrir þýska landsliðið, á rætur sínar að rekja til Tyrklands.
Athugasemdir