Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 18:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guehi fer ekki til Liverpool
Mynd: EPA
Marc Guehi, fyrirliði Crystal Palace, verður áfram hjá félaginu en hann var við það að ganga til liðs við Liverpool.

Allt var klárt, félagaskiptaglugginn lokaði fyrir klukkutíma síðan. Liverpool sótti um að fá aukatíma til að klára kaupin á Guehi.

Það var samkomulag milli félaganna og Liverpool og Guehi.

Crystal Palace fékk hinn unga Jaydee Canvot en Athletic greina frá því að félagið vildi fá Igor Julio frá Brighton en hann skipti um skoðun á síðustu stundu og er á leið til West Ham.
Athugasemdir
banner