HSV Hamburg hefur fest kaup á Sambi Lokonga, miðjumanni Arsenal. Kaupverðið nemur um 2.5 milljónum punda.
Lokonga er 25 ára belgískur miðjumaður sem hefur leikið 39 leiki fyrir Arsenal, en var að láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð og var þar áður á láni hjá Luton.
Þýska félagið hefur einnig sýnt áhuga á öðrum leikmanni Arsenal, portúgalska miðjumanninum, Fabio Vieira.
Hamburg er í viðræðum við Arsenal um að fá Portúgalann að láni með kaupmöguleika.
Það er nóg um að vera á þessum gluggadegi og margt sem getur hafa farið fram hjá þér. Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.
????????????????, Sambi #Lokonga! ????????
— Hamburger SV (@HSV) September 1, 2025
Wir verpflichten den zentralen Mittelfeldspieler von Arsenal London. ??
Alle Infos und Zitate ?? https://t.co/5yXSZ2NNxR#nurderHSV pic.twitter.com/gXJSes1CTa
Athugasemdir