Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 10:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Helmingslíkur á Guehi í Liverpool
Guehi í leik gegn Liverpool.
Guehi í leik gegn Liverpool.
Mynd: EPA
Alexander Isak er á leið í Liverpool en það er óvíst hvort miðvörðurinn Marc Guehi fari þangað líka í dag.

Liverpool er að reyna að kaupa Guehi frá Crystal Palace en samkvæmt heimildum Sky Sports eru helmingslíkur á því að það gangi eftir í dag.

Crystal Palace er að landa tveimur miðvörðum; Jaydee Canvot og Igor Julio.

Þrátt fyrir það er hins vegar ekki víst að Guehi fari til Liverpool. Hann á bara eitt ár eftir af samningi sínum við Palace en félagið er að hika við að selja hann.

Það er ljóst að Guehi skrifar ekki undir nýjan samning við Palace og getur hann því farið á frjálsri sölu næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner