Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 19:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hincapie til Arsenal (Staðfest)
Mynd: Arsenal
Arsenal hefur staðfest kaup á Piero Hincapie, varnarmanni Leverkusen.

Hann kemur til liðsins á láni út tímabilið. Arsenal hefur síðan tækifæri á að kaupa hann fyrir 45 milljónir punda.

Hann er áttundi leikmaðurinn sem Arsenal fær til sín í sumar.

„Við erum í skýjunum með að bjóða Piero Hincapie velkominn í félagið. Hann er líkamlega sterkur og fjölhæfur. Hann gefur okkur meiri möguleika varnarlega," sagði MIkel Arteta.

„Hann er stór karakter. Han gerir hópinn sterkari og samkeppnishæfara í gegnum tímabilið.

Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.
Athugasemdir
banner